3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross

31.3.2009

3. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross sem fara átti fram 4. apríl hefur verið frestað til 24. apríl. Keppnin mun fara fram við Egilstaði og munu 3. & 4. umferðin í Íslandsmótinu verða keyrðar á föstudegi og laugardegi. Skráning hefur verið opnuð hér á vefnum og mun henni ljúka þriðjudaginn 21. apríl á miðnætti. Keppendum er bent á að skrá sig tímanlega, engar skráningar eru leyfðar eftir að skráningarfresti er lokið og ekki er heimilt að skrá sig á staðnum.

Reykjavík 31.03. 2009

Stjón MSÍ og Sno-Cross nefnd.