1. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross

24.2.2009

Laugardaginn 28. febrúar fer fram 1. umferðin í Sno-Cross. Staðsetning verður birt í kvöld en reikna má með að keppnin fari fram á norðurlandi. 

Vegna breytinga á hýsingu á vef MSÍ hefur verið vandamál með innskráningu og uppfærslur á vefnum síðustu daga. Heimasíðan ætti nú að vera kominn í fullt gagn og vonandi að keppendur geti skráð sig án vandræða. Vegna ofangreindra vandamála hefur skráningar frestur verið lengdur fram til miðnættis á fimmtudaginn 26. febrúar. er hér um undantekningu að ræða og að öllu jöfnu líkur skráningu í öll Íslandsmeistarmót MSÍ á þriðjudagskvöldum um miðnætti.

Keppendur athugið, þegar þið hafið skráð ykkur inn þá þarf að fara á “mín síða” og velja sér keppnisnúmer fyrir Sno-Cross, mælt er með að menn velji sér númer sem þeir hafa keyrt með á síðasta ári. Eftir að númer hefur verið valið þarf að bíða eftir staðfestingu, hægt er að hafa samband við Karl Gunnlaugsson S: 893-2098 eða email kg@ktm.is til að flýta fyrir staðfestingu. Þegar númer hefur verið staðfest er hægt að fara aftur inn á www.msisport.is og ganga frá skráningu.

Athugið að þó skráning sé til miðnættis á fimmtudag er nauðsynlegt að athuga innskráningu og velja keppnisnúmer STRAX. Ekki verður tekið við vandamálum sem varðar skráningu á elleftu stundu. Þegar skráningu líkur er henni lokið !

kveðja,

Stjórn MSÍ 

Tilkynning frá Sno-Cross nefnd.

Nú geta sleða áhugamenn farið að brosa því 1. umferð í Skeljungsmótaröðinni verður haldin á Siglufirði á laugardaginn 28 febrúar.

Þetta er nýlunda að hafa mót á Siglufirði en það hefur rignt williys grindum í Reykjavík eins og vanalega og þess vegna ekki hægt að hafa mót þar að svo stöddu sökum snjóleysis. Við mælum með að keppendur mæti ekki seinna en kl:10 og komi sér fyrir og svo verður dagskráin hefðbundin, þar að segja æfingar í öllum flokkum og svo byrjar partýið kl: 14 :00 að staðartíma, það er ekki nákvæmlega vitað enn með fjölda keppenda en ég hef heyrt að gamlar kempur hafa verið að belgja sig og munu mæta á ráslínu kokhraustir.

Látið herlegheitin berast manna á millum og fáum her manns til að fylgjast með og vera með á fyrsta móti vetrarins. 

Ég verð með frekari fréttir þegar skráningu líkur á fimmtudagskveldið og í guðanna bænum skráið ykkur sveitalubbar að austan,

með skjá ritvélinni ykkar. (tölva)

Fyrir hönd Snocross , Stebbi