Samkvæmt reglum MSÍ um Ís-Cross eru eftirfarandi viðbætur við þær reglur sem birtar hafa verið.
Regla: 1.2.1. Vetrardekkjaflokkur: Verksmiðjuframleidd dekk með hámarki 350 nöglum hvert. Til viðbótar: Heimilt er að nota “heimatilbúin dekk” með sambærilegum nöglum (stálnagli með karbítenda) en þeir skulu þó vera til sölu til almennings. Nagli skal ekki standa út úr dekki meira en 7-8mm.
Regla: 1.2.2. Opinn flokkur: Hámarks lengd nagla er 15mm (var 12mm)
Reykjavík. 6. febrúar. 2009
Enduro & Motocrossnefnd MSÍ

