Fjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar

3.2.2009
Eftirfarandi tilkynning var að berast frá fræðslusviði ÍSÍ, þeir þjálfarar sem hyggja á námskeiðahald í MX, Enduro og Sno-Cross og vilja sækja um þjálfararéttindi MSÍ þurfa að hafa lokið almennu námskeiði í íþróttaþjálfun hjá ÍSÍ.
Fjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar fer af stað mánudaginn 16. febrúar næstkomandi.  Um er að ræða 60 stunda nám, metið til tveggja eininga enda um sama nám að ræða og kennt er í ÍÞF 102 í framhaldsskólum landsins. 
Námið tekur átta vikur og er verkefnum skilað vikulega, auk lokaverkefnis.  Þátttökugjöld eru kr. 24.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin.  Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi.  Skráning er á
namskeid@isi.is eða í síma  514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 16. febrúar. 

Allar nánari upplýsingar um námið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur sviðsstjóri fræðslusviðs í síma  460-1467   eða á vidar@isi.is.

Vinsamlegast sendið þessar upplýsingar áfram innan ykkar raða.

Með bestu kveðju og fyrirfram þökk,

Viðar Sigurjónsson
Sviðsstjóri Fræðslusviðs ÍSÍ
Glerárgötu 26
Akureyri
Sími: 460-1467 & 863-1399