Laugardaginn 14. febrúar fer fram 2. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross á Mývatni. Skráning er opinn hér á vefnum og líkur skráningu kl 23:59 þriðjudaginn 10. febrúar. Ekki er tekið við neinum skráningum eftir þann tíma og er rétt að benda keppendum á að skrá sig tímanlega ef einhver vandræði koma upp þannig að tími sé til úrbóta. Ísinn á Mývatni er alltaf góður og frábær framkvæmd Aksturíþróttafélags Mývatnssveitar skemmir ekki fyrir stemmingunni.
Bara að muna að skrá sig tímanlega, það er engin ástæða til þess að bíða til loka skráningarfrests. Ef einhver vandræði verða við skráningu þá er ekki tekið við kvörtunum eftir að skráningartími er útrunninn !

