ÍSÍ námskeið fyrir þjálfara.

28.1.2009
Eftirfarandi tilkynning barst frá fræðslusviði ÍSÍ. Rétt er að benda þeim einstaklingum sem huga að því að sækja um þjálfararéttindi MSÍ þurfa að hafa lokið lágmarks námskeiðum hjá ÍSÍ til þess að fá viðurkennd MSÍ þjálfararéttindi.
Sjá eftirfarandi tilkynningu og dagskrá.
kv.
Karl Gunnlaugsson
Formaður MSÍ
Ágætu félagar.
 
Meðfylgjandi í viðhengi eru uppl. um ný fræðslukvöld ÍSÍ sem hefjast nú í febrúar 2009.  Um er að ræða 5 kennslustunda fræðslukvöld/námskeið á milli kl. 17.00 og 21.00 virka daga.  Með þessu nýju fyrirkomulagi á framboði menntunar fyrir íþróttaþjálfara er einnig opnað fyrir möguleika annarra aðila til að sækja sér menntun sem þessa.  Þar sem oftar en ekki verður einungis um eitt efni að ræða hverju sinni þá auðveldar það öðrum áhugasömum aðilum að sækja sér aukna þekkingu.  Þetta fyrirkomulag hentar t.d. vel fyrir þá þjálfara og/eða íþróttakennara sem vilja sækja sér endurmenntun.  Einnig geta íþróttaiðkendur á öllum aldri sótt sér þekkingu á þessum fræðslukvöldum sem nýtist þeim í iðkun sinni.
 
Vinsamlegast sendið áfram innan ykkar raða og hengið upp viðhengið þar sem það á við.
 
Allar frekari uppl. eru veittar hjá undirrituðum.
 
Með bestu kveðju,
 
Viðar Sigurjónsson
Sviðsstjóri Fræðslusviðs ÍSÍ
Glerárgötu 26
Akureyri
Sími: 460-1467 & 863-1399

Ný fræðslunámskeið ÍSÍ!

Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur lengi boðið upp á 20 kennslust. helgarnámskeið í þjálfaramenntun, auk fjarnáms í sömu fræðum.

Fræðslusvið ÍSÍ hefur nú breytt fyrirkomulagi 20 kennslustunda námskeiðanna, sett þau í nýtt og aðgengilegra form.  Frá og með febrúar 2009 verða í boði stutt 5 kennslustunda námskeið kl. 17.00-21.00 virka daga.  

Námskeið þessi gilda áfram fyrir alla sem vilja sækja sér menntun sem íþróttaþjálfarar og einnig fyrir hverja þá aðra sem vilja fræðast um það efni sem í boði er hverju sinni, s.s. íþróttaiðkendur, stjórnendur, fólk í nefndum og ráðum eða hvern þann aðila sem áhuga hefur á efninu.  Námskeið henta einnig afar vel sem endurmenntun fyrir íþróttaþjálfara.   

Dæmi um efni sem fjallað verður um: 

Íþróttasálfræði * Íþróttameiðsl * Næringarfræði íþrótta * Kennslufræði íþrótta * Siðfræði íþrótta * Forvarnir * Lyfjanotkun * Starfsemi líkamans * 

Fyrstu fræðslunámskeiðin með þessu nýja fyrirkomulagi verða í boði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík 12. feb. nk. og í aðstöðu ÍSÍ að Glerárgötu 26 á Akureyri 19. feb. nk.  Efni þessara námskeiða verður íþróttasálfræði!

Skráning er á namskeid@isi.is til 10. feb. fyrir námskeiðið í Rvk og til 17. feb. fyrir námskeiðið á Akureyri.  Áríðandi að taka fram á hvort námskeiðið verið er að skrá!  Fram þarf að koma fullt nafn og kennitala. 

Allar frekari uppl. gefur sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is