1. umferð MSÍ / AM tókst frábærlega á Mývatni

20.1.2009

Laugardaginn 17. janúar fór fram 1. umferðin í ískross mótaröð vetrarins hér í Mývatnssveit og gekk alveg æðislega vel. Aðstæðurnar voru frábærar, rétt undir frostmarki og glæsilegt veður. Brautin var hrikalega skemmtileg og var um 2,1 km að lengd, vel breið og öll í beygjum. Rúmlega 40 keppendur voru skráðir til leiks og var hörku barátta í öllum flokkum. Í kvennaflokknum voru aðeins norðandömur mættar og var mikið slegist. Signý systir #34 braut sig á hendi í vikunni en tókst þrátt fyrir það að vinna flokkinn. Andrea #525 var önnur og í þriðja var Sigþóra #688. Í opna flokknum voru 6 kappar mættir með helskrúfuð dekk í gríðarlega kynæsandi leðurgöllum og var hreint ótrúlegt að sjá þá í brautinni. Gunni “painter” #15 sigraði flokkinn örugglega með Gulla Kalla #111 næstan á eftir sér og Einar “púki” #4 varð þriðji. Í vetrardekkjaflokknum eða “standard” flokknum voru hvorki meira né minna en 27 keppendur og var æðislegt að keppa í þessum flokki. Einar “púki” keyrði gríðarvel en þó var honum strítt aðeins. En í lok dags endaði Einar sem sigurvegari, Orri Pétursson #87 varð annar og sýndi gríðarlega flottann akstur og í þriðja sæti hafnaði Benni #115.

Þetta var í alla staði alveg frábær keppni og var hrikalega gaman að vera þáttakandi og fylgjast með. Það var ótrúlegt að sjá opna flokkinn og hversu límdir þeir voru við ísinn. Þess má geta að Gunni “painter” tók 17 sekúndum hraðari hring í tímatökum í opna flokknum heldur en fyrsti maður í standardflokknum sem var Einar “púki”.

Hér eru svona formlegri úrslit úr keppninni:

Pos   No.       Name                        Total points    R1    R2    R3
1      34         Signý Stefánsdóttir                   70    25    20    25
2      525      Andrea Dögg Kjartansdóttir      69    22    25    22
3      688      Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir   62    20    22    20
   
Pos    No.    Name                           Total points    R1    R2    R3
1       15       Gunnar Sigurðsson                     75    25    25    25
2     111       Gunnlaugur Karlsson                 64    22    20    22
3         4       Einar Sverrir Sigurðarson           62    20    22    20
   
Pos    No.    Name                            Total points    R1    R2    R3
1        4        Einar Sverrir Sigurðarson            72    25    25    22
2      87        Orri Pétursson                              65    18    22    25
3    115        Benedikt Helgason                       56    20    18    18

Snilldin ein, ég vill þakka öllum sem létu sjá sig í dag fyrir geggjaðan dag og geggjaða keppni. Svo er bara að æfa stíft fyrir næsta mót sem verður 14. feb ! Allir að mæta þá og draga nýja með !

Frétt tekin af www.jonni.is en þar er að finna myndir ofl. frá keppninni.

Heildarúrslit er að finna á www.mylaps.com