Gleðilegt ár 2009

5.1.2009

Þá er nýtt ár gengið í garð og keppnistímabil MSÍ 2009 að hefjast. Opnað hefur verið fyrir skráningu í Ís-Cross keppnir vetrarinns sem fram fara á Mývatni. Skráning fyrir Sno-Cross verður opnuð næstu daga ásamt skráningu í öll mót ársins. Keppendur athugið að nú líkur skráningu á miðnætti á þriðjudögum fyrir keppnishelgi, það er engin seinni skráning með aukagjaldi lengur eins og hefur verið. Það er á ábyrgð keppenda að skrá sig á réttum tíma og þeir keppendur sem lenda í vandræðum með skráningu eftir að skráningartíma líkur verða ekki með. Það er betra að ganga frá skráningu nokkrum dögum áður en henni líkur þannig að það sé tími til að laga hlutina í tíma.

kveðja,

Stjórn MSÍ