Samkvæmt brautarreglum um MX brautir skulu allar keppnisbrautir sem notaðar eru í Íslandsmótaröð í MX frá og með 2009 vera búnar ráshliðum.
Fyrr á þessu ári samþykkti stjórn MSÍ að veita þeim aðildarfélögum sem vildu ráðast í slíkar framkvæmdir 250.000,- styrk.
VÍK setti upp ráshlið við Bolöldu brautina fyrir 5. umferð Íslandsmótsins 2008 og hefur nú fengið greiddan út styrkinn frá MSÍ.
Vegna þeirra aðstæðna sem ríkja í þjóðfélaginu í dag hefur stjórn MSÍ ákveðið að gefnar verða undanþágur fyrir keppnisbrautir þar sem fram fer Íslandsmót í MX 2009 að ekki þurfi að vera komin upp ráshlið.
KKA á Akureyri stefnir þó að því að koma upp ráshliðum fyrir sumarið 2009 og eiga þeir rétt á áður samþykktum styrk frá MSÍ að upphæð 250.000,- ef þeir ráðast í þessa framkvæmd.
Karl Gunnlaugsson
Formaður MSÍ

