Nýjar reglur um þáttöku erlendra ríkisborgara í mótaröðum MSÍ

6.11.2008

Reglur um þáttöku erlendra ríkisborgara í Íslandsmeistarakeppnum MSÍ

1. Erlendir ríkisborgarar geta tekið þátt í Íslandsmeistarakeppnum á vegum MSÍ að því undangengnu að þeir hafi alþjóðlegt keppnisskirteini FIM, keppnisskirteini útgefið af landssambandi (FMN) innan Evrópu eða gangi í aðildarfélag innan MSÍ.

2. Erlendur ríkisborgari getur unnið til verðlauna í Íslandsmeistarakeppni á vegum MSÍ.

3. Erlendur ríkisborgari safnar ekki stigum í Íslandsmóti á vegum MSÍ.

4. Erlendur ríkisborgari getur safnað stigum fyrir keppnislið sem hann er skráður í eftir nánari reglum um skráningu og framkvæmd liðameistarakeppni MSÍ.

5. Erlendur ríkisborgari sem keppir í Íslandsmeistarakeppni á vegum MSÍ hlýtur öllum reglum MSÍ um Íslandsmeistarakeppnir og reglum FIM þar sem reglur MSÍ ná ekki til.

6. Erlendur ríkisborgari sem hefur haft fasta búsetu (lögheimili) á Íslandi í að lágmarki 3 ár keppir í Íslandsmóti eins og um Íslending væri að ræða.

Reykjavík. 1. nóvember. 2008

Stjórn MSÍ