Nú stendur yfir uppfærsla á öllum Enduro og Moto-Cross reglum fyrir árið 2009. Óskað er eftir athugasemdum og eða tillögum að breytingum ef einhverjar eru. Keppendum er bent á að hafa samband við formenn sinna aðildarfélaga ef þeir vilja koma einhverju á framfæri. Formenn eru vinsamlega beðnir um að senda inn athugasemdir til kg@ktm.is hið fyrsta þannig að hægt verði að klára allar reglur og birta fyrir áramót.
Reykjavík. 19.09.2008
Enduro og Moto-Cross nefnd.

