Hér er listi yfir MSÍ keppnisnúmer eftir númeraskipti sem voru 1 til 3 mars 2008. Stefnt var að því að opna fyrir umsóknir 20. mars, það tókst ekki eins og flestum er ljóst. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kerfið verði tilbúið til notkunnar í viku 18.
Það er rétt að taka það fram að ekki er tekið við umsóknum í gegnum tölvupóst (numer@msisport.is), það átti aðeins við um þá sem höfðu rétt til númeraskipta.
Ferillinn verður þannig að notendur skrá sig inn á msisport.is og sækja þar um númer. Þegar búið er að fara yfir umsóknina fær notandinn svar um það í tölvupósti hvort númerið hafi verði samþykkt eða ekki.
Reglur um keppnisnúmer fyrir íslandsmeistaramót
Það er rétt að taka það fram að ekki er tekið við umsóknum í gegnum tölvupóst (numer@msisport.is), það átti aðeins við um þá sem höfðu rétt til númeraskipta.
Ferillinn verður þannig að notendur skrá sig inn á msisport.is og sækja þar um númer. Þegar búið er að fara yfir umsóknina fær notandinn svar um það í tölvupósti hvort númerið hafi verði samþykkt eða ekki.
Reglur um keppnisnúmer fyrir íslandsmeistaramót
- Keppnisnúmer 0, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 getur Íslandsmeistari í Motocross MX1 flokki eða Meistaradeild Enduro sótt um ef þau eru laus.
- Keppnisnúmer frá 10 til 100 er aðeins hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í öllum umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.
- Keppnisnúmer frá 101 til 500 er hægt að sækja um ef keppandi hefur hlotið stig í einhverri af umferðum Íslandsmótsins í Motocross eða Enduro árið á undan.
- Keppnisnúmer frá 501 til 999 geta allir sem uppfylla lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmótinu í Motocross og Enduro á yfirstandandi keppnistímabili sótt um. Einnig geta þeir sem uppfylla skilyrði 1, 2 og 3 sótt um þessi númer.
MSÍ númer 2008

