Það er búið að ákveða að færa mótið úr Ólafsfirði inn á Akureyri til KKA um næstu helgi, vegna snjóalaga (enginn snjór í Ólafsfirði eins og er). Mótið verður kl 20.00 á laugardagskvöldið í nýju flóðljósunum sem sett voru upp á dögunum (17 1000W kastarar) sem lýsa alla MX brautina.
Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til miðvikudagsins 06.02.2008 kl. 23:55. Keppendur eru beðnir um að uppfæra upplýsingar á “Mín síða” fyrir skráningu svo að allar upplýsingar séu réttar þar með talið MSÍ númer á sendi.

