Eftir síðasta starfsár óskaði Einar Smárason tímatökustjórinn okkar eftir því að verða leystur af hólmi, Einar hefur skilað okkur mjög svo óeigingjörnu starfi núna til nokkurra ára með tímatökubúnaðinn. MSÍ þakkar Einari með miklum þökkum fyrir störf sín um leið og við auglýsum eftir aðilum sem að hafa áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu sem liggur fyrir að sjá um skráningar og tímatökur á þeim mótum sem haldin eru innan vébanda MSÍ.
Meiningin er að fá 4-5 aðila til að læra á búnaðinn svo að hægt sé að dreifa þessari vinnu. Greidd eru fyrirframákveðin laun fyrir hverja keppni.
Áhugasamir vinnsamlegast hafi samband við undirritaðann eða Karl Gunnlaugsson 893-2093