Langisandur 2007

28.9.2007

Langasandskeppni VÍFA. Langasandskeppnin 2007 verður haldin á Akranesi 29.sept.

Kl 10:00 – 12:00 skoðun, hjól þurfa að vera skráð, tryggð og með keppnisviðauka.

Kl 11:30 Prjónkeppni. Ein æfingaferð, ein útsláttarferð (þarf að komast c.a 400 m) þrjár úrslitaferðir, sá vinnur sem kemst lengst. Bráðabani ef ekki ráðast úrslit.

Kl 13:00 Meistaraflokkur (MX1 og MX2), MX unglingaflokkur og b-flokkur (opinn flokkur)

Kl 14:00 Opinn kvennaflokkur og 85cc

Kl 14:40 10 manna úrslit

Mæting á ráslínu 10mín fyrir start.

Keppnisstjórn áskilur sér rétt að færa keppendur á milli flokka.

Reglur fyrir Langasandskeppnina

  1. Hjól verða að vera skráð og tryggð. ( Mjög áríðandi og verður fylgt eftir þar sem keppnin er innanbæjar )
  2. Greiðsla keppnisgjalda og skráning verður á skráningarkerfi MSÍ. Skráningu lýkur 27. september.
  3. Öll umfrerð annara en keppnistækja og starfamanna er óheimil á sandinum. ( Pitthjól, krakkahjól, trialhjól) BANNAÐ…) Lögreglan verður á svæðinu.
  4. Prjónkeppni, keppendur ráða hvort tekið er af stað úr kyrrstöðu eða með atrenu frá ákveðnum punkti, sá vinnur er keyrir lengst á afturdekkinu.
  5. Keppendur og gestir verða að sýna aðgát við umhverfið og áhorfendur. Öll meðferð bensíns og olíu skal vera í algjöru lámarki á pittsvæði. Keppnin er innabæjar og verðum við þess vegna að sýna að okkur sé treystandi fyrir svona umhverfi. Pitturinn er staðsetur fyrir norðan Akraneshöllina. (milli Langasands og Akraneshallar) Keyrt er niður með Akraneshöllinni að austanverðu inná pittsvæði.
  6. Frítt er í sund eftir keppnina fyrir alla keppendur í Sundlaugina á Akranesi. ( Rétt við keppnissvæðið )
  7. ALLIR SEM TAKA ÞÁTT OG EINNIG ÞEIR SEM KOMA SEM AÐSTOÐARMENN EÐA ÁHORFENDUR VERÐA AÐ TAKA MEÐ SÉR GÓÐA SKAPIÐ OG HAFA GAMAN AF ÞESSU.


Vélhjólaíþróttafélag Akranes (V.Í.F.A)