Þar sem MSÍ starfar samkvæmt FIM þá mun Snocrossið á Íslandi verða keyrt samkvæmt FIM reglum í framtíðinni. Til glöggvunar fyrir keppendur birtum við hér að neðan helstu breytingar og flokkaskiptingar. Svo munu snocross reglurnar verða birtar í heild sinni fyrir áramót á Íslensku. MSÍ mun nýta sér þann rétt að nota sérreglur meðfram FIM reglum til aðlögunar að WPSA reglunum eins og kostur er í þeim tilgangi að halda í gildi íþróttarinnar.
Reglurnar eru í þýðingu og verða birtar í heild sinni fyrir áramót.
- Keppni er samansett úr 2 riðlum og 1 úrslitahít (Seinansta hítið vinnur keppni dagsins).
- Riðlar verða ca 12 mín og Úrslit 15 mín.
- Stigagjöf er jöfn hvort sem riðlar eða úrslit. 25,22,20,18,16,15,14,13 og niður.
- Braut skal ekki vera styttri en 600m meira ef hægt er.
- Breidd brautar skal vera um 8,5m (Lágmark 2 troðarabreiddir).
- Örygggisbúnaðir: Sami skyldubúnaður í brynju og hnéspelkum í öllum flokkum, einnig er skylda að hafa hálskraga undir hjálmi í öllum flokkum.
- Meistaraflokkur: 600cc (opinn flokkur) Allar helstu breytingar leyfðar, vél, kúplingar, púst, racing fuel.
- Sportflokkur: 600cc (standard flokkur), dælubensín engar breytingar leyfðar nema á kúpl drif og blöndungum (-100okt). Undanþága 1: 2007 Racing 440cc og eldri sleðar en 2006 og eldri allt að 800cc leyfðir m/racing fuel.
- Unglingaflokkur: 600cc (standard flokkur), dælubensín engar breytingar leyfðar nema á kúpl drif og blöndungum (-100okt). Naglar ekki leyfðir. Undanþága 1: 2007 Racing 440cc og eldi leyfðir m/racing fuel
Hér er hægt að nálgast skjal til útprentunnar.
Snocross nefnd MSÍ

