Hæfileikar ökumanna í MX – B

29.8.2007

Það hefur vakið athygli keppenda og keppnishaldara hæfileikar sumra ökumanna sem keyra í MX – B flokki. Hér er verið að tala um ökumenn sem ná ekki einu af 24. toppsætum í tímatöku MX1 og MX2. Þessir ökumenn sem umræðir eiga það til að bæta tímann sinn frá tímatöku og keyra síðan mjög jafnt og stöðugt. Það er algjör undantekning ef tímar hjá 24 hröðustu ökumönnunum batna á milli tímatöku og keppni enda er yfirleitt kvartað yfir því að brautin versni þegar líður á keppni.

Í motocross reglum MSÍ stendur:

2.2.2. MX – B flokkur: Þar keppa þeir sem ná ekki inn í MX1 og MX2. Keppt skal í 2 riðlum yfir daginn en ekki er keppt til íslandsmeistara. Verðlaunað fyrir 3 efstu sætin. Keppnistjóra er heimilt að færa þá keppendur úr verðlaunasæti sem ná áberandi betri tíma í keppni en tímatöku. Keppnisstjóra er einnig heimilt að færa keppendur um flokk ef árangur úr fyrri keppni gefur tilefni til.

Hér fyrir neðan eru nokkur gröf sem sýna nokkuð glöggt hvernig þetta lítur út. Súlurnar eru tímar keppenda í keppni en rauða línan er besti tími í tímatöku.