Laugardaginn 4. ágúst fór 3. umferð íslandsmótsins í motocross fram á Akureyri. Þátttökumet KKA var slegið en 125 keppendur mættu til leiks. Veðrið var ekki dæmigert fyrir Akureyri segja heimamenn en það rigndi hluta úr degi. Brautin var í góðu lagi þrátt fyrir veðrið og lítið var um óhöpp í keppninni. Úrslit dagsins eru eftirfarandi:
MX1 1. #790 Niklas Granström 65 stig 2. #66 Aron Ómarsson 59 stig (63 stig til íslandsmeistara) 3. #4 Einar Sverrir Sigurðarson 58 stig (65 stig til íslandsmeistara)
Niklas Granström keppti sem gestur og því eru stigin reiknuð á eftirfarandi hátt, úrslit dagsins eru reiknuð og síðan stig til íslandsmeistara. Einnig er rétt er að geta þess að MX-B flokkur er ekki keyrður til íslandsmeistaratitils. Úrslitdagsins eru hér og staðan í íslandsmótinu er hér.
Sunnudaginn 5 ágúst var keppt í Motocross á unglingalandsmóti UMFÍ Höfn í Hornafirði. Keppni tókst vel og voru keppendur ánægðir með brautina. Keppt var í fjórum flokkum og eru úrslit eftirfarandi: