Nýr vefur kominn í loftið

12.6.2007
Markmið MSÍ vefsins er að vera upplýsingaveita og skráningakerfi fyrir öll aðildafélög MSÍ.  Hér verður hægt að nálgast upplýsingar um öll aðildarfélögin og tengla í heimasíður þeirra ef þær eru á annað borð til staðar.  Einnig verður hér sameiginlegt félagatal sem sækir upplýsingar um alla félagsmenn aðildarfélaganna í Felix, félagakerfi ÍSÍ & UMFÍ.  Þá geta félagsmenn skráð sig inn, skráð sig í keppnir, greitt keppnisgjöld og haldið utan um sínar eigin persónulegu upplýsingar svo sem keppnisnúmer, keppnistæki o.s.frv.  Á vefnum eru  einnig keppnis og viðburðadagatal MSÍ auk allra keppnisreglna, tengla í keppnisreglur FIM og upplýsingar um stjórn og nefndir MSÍ.  Í framtíðinni á þessi vefur eftir að þróast með ýmsum viðbótum og munum við tilkynna breytingar og nýjungar þegar þær verða birtar.  Við viljum óska félögsmönnum allra aðildarfélaga MSÍ til hamingju með vefinn og vonum að þetta framtak eigi eftir að koma öllum að góðum notum í framtíðinni.

Kveðja
Stjórn MSÍ