Lokahóf MSÍ fer fram 5. nóvember nk.

24.10.2016

Lokahóf MSÍ 2016 verður haldið þann 5. nóvember í Turninum í Kópavogi, en það er einn glæsilegasti salur landsins með geggjuðu útsýni enda salurinn á 20. hæð.
Dagskráin hefur aldrei verið jafn glæsileg. Að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Íslandsmótinu í akstursíþróttaflokkum MSÍ, akstursíþróttamaður- og kona ársins valin, ný myndbönd frumsýnd og það er aldrei að vita nema að MX-TV fréttir snúi aftur.

Veislustjóri er Hans Steinar Bjarnason. Stefán Jakobsson úr Dimmu ásamt Andra Ívarsyni taka lagið og Heiðar Austmann tryllir svo liðið á dansgólfinu fram á nótt.

Boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð sem samanstendur af eftirfarandi réttum: Kolagrilluð nautalund og hægelduð kalkúnabringa. Kartöflugratín, ristaðar gulrætur, kartöflusmælki, ofnbakað brokkólí, tómatsalat og blandað ferskt salat.
Villisveppa- og Bernaisesósa.
Borðapantanir eru í höndum Crazy Bínu og borðin eru 10 manna. Sendið póst á bjorkerlings@live.com fyrir borðapantanir.
Miðasala er hafin inn á vef www.msisport.is
Verð 9.900 kr.