Aðalþing MSÍ lokið, nýr formaður og stjórnarmenn kjörnir

29.11.2015

Aðalþing Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasambands Íslands fór fram 21. nóvember sl. í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. Eftir níu ára setu sem formaður sambandsins steig Karl Gunnlaugsson til hliðar og var Hrafnkell Sigtryggsson kosinn nýr formaður MSÍ einróma. MSÍ vill þakka Karli kærlega fyrir vel unnin störf á þessum tíma.

Ný aðalstjórn MSÍ var kosin og bættust norðanmennirnir Bjarki Sigurðsson og Baldvin Gunnarsson við hlið þeirra Jóns Bjarna Jónssonar og Guðbjarts Stefánssonar. Í varastjórn voru kosnir þeir Unnar Már Magnússon, Karl Gunnlaugsson og Björk Erlingsdóttir. Þetta er flottur hópur sem mun leiða starfið næsta árið og leggja sitt af mörkum til að tryggja frekari uppbyggingu á mótorhjóla og snjósleðaíþróttum í landinu.