Aðalþing MSí og formannafundur 2013

9.12.2013
Formannafundur og aðalþing MSÍ fór fram 6. desember 2013. Keppnisdagatal 2014 var samþykkt og verður birt næstu daga ásamt fleiru sem tekið var fyrir. Ný stjórn var kosin og voru ekki miklar breytingar þar, Hafsteinn Eyland og Guðbjartur Stefánsson voru kosnir til 2 ára á aukaþingi MSÍ 2012, Hrafnkell Sigtryggsson gaf kost á sér til endurkjörs og Sverrir Jónsson sem var í varastjórn gaf kost á sér til stjórnar, engin önnur framboð voru til stjórnar og voru þeir því sjálfkjörnir til ársins 2015. Engin framboð bárust til formanns og gaf Karl Gunnlaugsson kost á sér til endurkjörs og var sjálkjörin til ársins 2015. 3 varamenn gáfu kost á sér og voru einnig sjálfkjörnir, Jón Bjarni Jónsson, Björk Erlendsdóttir og Jóhann Pétur Hilmarsson en þau eru kosin til ársins 2014.