Laugardaginn 9. Nóvember 2013 mun aðalþing MSÍ verða haldið kl: 13:00 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Formannafundur MSÍ mun verða haldinn sama dag og byrjar hann kl: 10:30 á sama stað. Formenn aðildarfélaga MSÍ eru hvattir til að mæta og taka þátt í framtíðar stefnumótun sambandsins. Stjórn MSÍ óskar eftir framboðum til stjórnar, kosið verður um formann stjórnar MSÍ, tvö stjórnarmenn og þrjá varamenn.
Um kvöldið fer svo Uppskeruhátíð MSÍ fram í veislusalnum Rúbín við Öskjuhlíð og mun Magnús Sveinsson sjá um framkvæmd hátíðinar að venju. Góður matur, skemmtiatriði, myndasýning og verðlaunaafhending fyrir Íslandsmeistara ársins 2013.

