Það lítur vel út með 1. umferð Íslandsmóts MSÍ í Moto-Cross sem fer fram sunnudaginn 31.05. á Akureyri. 100 keppendur eru skráðir til leiks og 13 keppnislið og útlit fyrir spennandi keppni í öllum flokkum. Veðurspá fyrir Akureyri er hreint út sagt frábær og hafa félagsmenn KKA staðið í ströngu síðustu daga við að gera brautina og mótsvæðið sem glæsilegast.