Allt klárt fyrir Enduro Akureyri

12.6.2009
Þá er allt klárt fyrir 3. & 4. umferð Íslandsmótsins sem fram fer laugardaginn 13. júní á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall. Um 90 keppendur eru skráðir til leiks og lítur út fyrir spennandi og skemmtilega keppni í allveg nýrri Enduro keppnisbraut.

Keppendur athugið að dagskrá og reglur er að finna hér á msisport.is og gott er að hafa prentað eintak af dagskránni með sér á keppnisstað.

Við minnum keppendur á að ganga vel um keppnissvæðið og aðstoðarmenn keppanda eru á hans ábyrgð. Hirða upp drasl, gosflöskur og annað sem til fellur og taka með sér af keppnissvæðinu. Það er ómæld vinna sem liggur að baki framkvæmd og skipulagningu móta og ótækt að starfsmenn (sjálboðaliðar) aðildarfélags sem stendur að viðkomandi móti þurfi að fara í ruslatínslu eftir að móti er lokið.