Árshátíð MSÍ laugardaginn 13. nóvember.

9.11.2010

Laugardaginn 13. nóvember fer árshátíð MSÍ fram á skemmtistaðnum Rúbín v/ Öskjuhlíð. Frábær lokahátíð fyrir keppnistímabilið 2010. Veitt verða verðlaun fyrir Íslandsmeistaratitla að venju. Glæsilegur 3 rétta hátíðarkvöldverður og frábær skemmtiatriði og video frá Magnúsi Þór Sveinssyni. Skráning er hafin á netinu hér á msisport.is og er miðaverðið hið sama og í fyrra, aðeins 7.900,- Nánari upplýsingar koma næstu daga með matseðli ofl.

Þennan sama dag fer einnig fram formannafundur MSÍ og aukaþing MSÍ og verður það tilkynnt hér á síðunni næstu daga.

Stjórn MSÍ