Þessi frétt er birt á vef ÍSÍ og heyrir MSÍ undir þessar reglu.
WADA – Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin hefur birt bannlista sinn fyrir árið 2009. Tekur hann gildi 1. janúar næstkomandi. Engar verulegar breytingar eru á listanum að þessu sinni. Helstu breytingar eru gerðar til að aðlaga listann að nýju alþjóða lyfjareglunum sem gildi taka um áramótin. Hér er hægt að nálgast bannlistann á ensku. Íslensk þýðing verður gefin út fljótlega.

