Bjarki og Bryndís glæsilegir fulltrúar MSÍ

6.1.2010

Þriðjudaginn 5. janúar fór fram uppskeruhátíð ÍSÍ og Íþróttafréttamanna á Grand Hotel í Reykjavík. Dagskráin byrjaði með því að forseti ÍSÍ ÓlafurRafnsson setti hátíðina og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt ræðu.

Íþróttamenn og konur ársins 2009 hjá sérsamböndum ÍSÍ fengu glæsilega bikara afhenta fyrir tilnefningar sínar í boði Olympíufjölskyldunnar og ÍSÍ. Ingó Veðurguð sá um létta músík á milli þess sem íþróttafólkið var kallað upp. Að lokinni verðlaunaafhendingunni var svo boðið upp á léttan kvöldverð af hlaðborði en að loknum kvöldverði hófst svo bein útsending RÚV frá vali á Íþróttamanni ársins 2009

Bjarki Sigurðsson KKA og Bryndís Einarsdóttir AÍH tóku við viðurkenningum sem fulltrúar MSÍ á þessari glæsilegu hátíð og voru sambandinu til mikillar fyrirmyndar.

Ólafur Stefánsson handboltamaður var svo kjörinn íþróttamaður ársins 2009 en þetta var í fjórða skiftið sem hann hlítur titilinn.

Stjórn MSÍ óskar öllu þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með árangur ársins 2009 og óskar þeim velfarnaðar á nýju ári.