Stjórn MSÍ hefur sett inn breytingu á reglu 7.1 um skilríki og réttindi í keppnisreglum fyrir kvartmílu, götuspyrnu, hjólamílu og sandspyrnu. Með þessari breytingu er gefin heimild fyrir þátttöku ökumanna undir bílprófsaldri til þátttöku í umræddum flokkum
7. Skilríki / Réttindi:
7.1. Allir keppendur verða að hafa gilt ökuskírteini í keppni og réttindi á keppnistæki sem standast þurfa lögbundna aðalskoðun. Keppendur í opnum flokkum þurfa að hafa gilt ökuskírteini og réttindi á þungt bifhjól. (Undanþága er fyrir þessu ákvæði í Unglingaflokkum(MU), krosshjólaflokkum(K) og Götuhjólaflokki(G-) og Vélsleðaflokki (V))
Verður:
7. Skilríki / Réttindi:
7.1. Allir keppendur verða að hafa gilt ökuskírteini í keppni og réttindi á keppnistæki sem standast þurfa lögbundna aðalskoðun. Keppendur í opnum flokkum þurfa að hafa gilt ökuskírteini og réttindi á þungt bifhjól.
Undanþága er fyrir þessu ákvæði í spyrnum á malbiki í eftirtöldum flokkum og hjól með vélarstærð undir 700cc: krosshjólaflokki(K) og Götuhjólaflokki(G-).
Undanþága er fyrir þessu ákvæði í sandspyrnu er í eftirtöldum flokkum og hjól með vélarstærð undir 700cc: Unglingaflokki(MU), Vélsleðaflokki (V), Mótorhjól 1 cyl (1C) og Mótorhjól 2 cyl + (2C+)
Stjórn MSÍ

