Breytingar á reglum í Snocrossi 2008

17.9.2007

Þar sem MSÍ starfar samkvæmt FIM þá mun Snocrossið á Íslandi verða keyrt samkvæmt FIM reglum í framtíðinni. Til glöggvunar fyrir keppendur birtum við hér að neðan helstu breytingar og flokkaskiptingar. Svo munu snocross reglurnar verða birtar í heild sinni fyrir áramót á Íslensku. MSÍ mun nýta sér þann rétt að nota sérreglur meðfram FIM reglum til aðlögunar að WPSA reglunum eins og kostur er í þeim tilgangi að halda í gildi íþróttarinnar.

Reglurnar eru í þýðingu og verða birtar í heild sinni fyrir áramót.

  1. Keppni er samansett úr 2 riðlum og 1 úrslitahít  (Seinansta hítið vinnur keppni dagsins).
  2. Riðlar verða ca 12 mín og Úrslit 15 mín.
  3. Stigagjöf er jöfn hvort sem riðlar eða úrslit. 25,22,20,18,16,15,14,13 og niður.
  4. Braut skal ekki vera styttri en 600m meira ef hægt er.
  5. Breidd brautar skal vera um 8,5m (Lágmark 2 troðarabreiddir).
  6. Örygggisbúnaðir: Sami skyldubúnaður í brynju og hnéspelkum í öllum flokkum, einnig er skylda að hafa hálskraga undir hjálmi í öllum flokkum.
  7. Meistaraflokkur: 600cc (opinn flokkur) Allar helstu breytingar leyfðar, vél, kúplingar, púst, racing fuel.
  8. Sportflokkur: 600cc (standard flokkur), dælubensín engar breytingar leyfðar nema á kúpl drif og blöndungum (-100okt). Undanþága 1: 2007 Racing 440cc og eldri sleðar en 2006 og eldri allt að 800cc  leyfðir  m/racing fuel.
  9. Unglingaflokkur: 600cc (standard flokkur), dælubensín engar breytingar leyfðar nema á kúpl drif og blöndungum (-100okt). Naglar ekki leyfðir. Undanþága 1: 2007 Racing 440cc og eldi leyfðir  m/racing fuel

Hér er hægt að nálgast skjal til útprentunnar.

Snocross nefnd MSÍ