Enduro fyrir alla: Liðakeppni – Meistaralistinn

4.4.2020

Nú ætlum við að setja liðakeppnina í gang aftur.

Hvert keppnislið samanstendur af 3 keppendum í Enduro fyrir alla. Stigin verð reiknuð út með öðru fyrikomulagi sem á að jafna leikinn og verður það skýrt nánar síðar.

Þeir sem eru á meistaralistanum mega ekki vera saman í liði. Ekki er skilda að hafa einhvern af listanu með í liði.

Einhverjir verða móðgaðir að vera ekki á listanum og aðrir fá niðurgang yfir að vera á listanum.

Nú er bara að nota tímann í sóttkví og finna út hvernig er hægt að stofna lið sem vinnur,
Verðlaunin eiga eftir að koma á óvart.