FIM hefur birt keppendalistann fyrir MXoN 2016

29.8.2016

Keppendalistinn fyrir Motocross of Nations 2016 hefur verið birtur af FIM. Hver þjóð sendir þrjá bestu ökumenn sína til að taka þátt. Að vanda er þarna nokkur ansi vel þekkt nöfn ökumanna sem eiga eftir að stilla sér á línu með strákunum okkar. Ber þar helst að nefna Romain Febvre og Gautier Paulin frá Frakklandi, Cooper Webb, Alex Martin og Jason Andersen frá USA og fleiri og fleiri. Keppnin fer fram 25. september nk í Maggiora á Ítalíu og munu þeir Ingvi Björn Birgisson, Eyþór Reynisson og Andri Snær Guðmundsson taka þátt fyrir Íslands hönd. 

http://www.mxgp.com/news/official-entry-lists-monster-energy-fim-motocross-nations