Laugardaginn 1. nóvember fer fram formannafundur aðildarfélaga MSÍ ásamt aukaþingi MSÍ í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg í Laugardal. Allir formenn aðildarfélaga eru hvattir til að mæta og tilkoma komu sína til Guðmundar Hannessonar formanns MSÍ.
Dagskrá: Formannafundur kl: 10:00 / Aukaþing kl: 11:00
Sama dag fer einnig fram uppskeruhátíð fyrir Íslandsmótsröð MSÍ 2008 í Moto-Cross, Enduro, Ís-ross og Sno-Cross. Veitt verða verðlaun fyrir Íslandsmeistara 2008 í öllum flokkum ásamt verðlaunum fyrir 3 efstu í hverjum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir liðakeppni í Moto-Cross og Enduro 2008. Boðið verður uppá léttar veitingar og eru allir keppendur og aðstandendur velkomnir í höfuðstöðvar ÍSÍ við Engjaveg í Laugardal.
Dagskrá: Uppskeruhátíð kl: 15:00
kveðja, stjórn MSÍ

