Formannafundur og aukaþing MSÍ

15.11.2010

Laugardaginn 13. nóvember fór fram formannafundur og aukaþing MSÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þokkaleg mæting var en samtals 18 einstaklingar sátu fundina. Fundargerð verður birt hér á síðunni næstu daga en ýmsar ályktanir voru samþykktar og vísað til stjórnar MSÍ til úrlausnar. Stefnt er að því að allt regluverk ásamt keppnisdagatali fyrir árið 2011 verði birt fyrir áramót.

Stjórn MSÍ