Formannafundur og aukaþing MSÍ fór fram 1. nóvember 2008. Þokkaleg mæting var á fundinn og þingið. Farið var yfir stöðu sambandsins og aðildarfélaga, líðandi keppnistímabil gert upp og lagt á ráðin með komandi keppnistímabil 2009. Nýjar reglur voru samþykktar ásamt keppnisdagatali fyrir árið 2009. Fundargerð og nánari upplýsingar verða birtar hér á síðunni næstu daga.
Hér að neðan er að finna skýrlsu stjórnar MSÍ sem lögð var fram:
Skýrsla stjórnar MSÍ fyrir árið 2008
Starfsárið 2008 hefur verið viðburðaríkt og einkennst af mikilli grósku í félagsstarfi aðildarfélaga MSÍ.
Eftir fyrsta aðalþing MSÍ í mars á þessu ári hefur starf MSÍ aðallega einkennst af mótastarfinu sem slíku, og eiginlega frá því í febrúar þá byrjaði mótastarf MSÍ með mótaröð í Íscrossi við Mývatn í þremur mótum á vegum félagsins, og á þar Stefán Gunnarsson þakkir fyrir mikið óeigingjarnt starf ásamt fjölda sjálboðaliða sem komu að þessari framkvæmd.
Mótaröðin í Sno-Cross er búinn að rúlla allan síðasta vetur, þó að ekki hafi heilladísirnar verið með okkar mönnum þegar byrjað var í Sno-Cross´inu í Bolöldu í vetur. Veðurguðirnir gerðu mótshöldurum lífið leitt og drukknuðu tækin hvert af öðru við gerð brautarinnar og voru menn orðnir kaldir og teygðir eftir andvökunætur og vosbúð við að koma fyrsta móti vetrarins af stað
ásamt hálfúrbræddum tækjum sem við fengnum að láni frá velunnurum úr öllum áttum.
En eftir það gekk vel og var þátttaka í Sno-Cross´inu með besta móti þennan veturinn enda komnir inn nýjir flokkar eins og +35 ára og keppnin hörð þar sem úrslit í flestum flokkum réðust ekki fyrr en í síðasta móti.
Einnig sendi MSÍ í fyrsta skipti landslið á heimsmeistaramótið í Sno-Cross til Svíþjóðar sem samanstóð af þeim keppendum sem stóð framúr eftir tímabilið 2007 og fyrri hluta keppnistímabilsins 2008. MSÍ lagði landsliðinu til fararstyrk.
Enduró og MX tímabilið fór af stað á vordögum og var sumarið frekar viðburðaríkt og þar má nú ekki gleyma verðinu sem spilar alltaf stóra rullu í okkar samfélagi. Á fyrsta MX móti sumarsins vorum við í láréttri rigningu, miklu roki og kalsaveðr, en eins og einkennir okkar sport þá létu leikmenn það ekki á sig fá og voru allar keppnir sumarins keyrðar með sóma og sem betur fer var lítið um slys á keppendum. Þess á milli, þó svo það komi Íslandsmótaröð MSÍ ekki við þá hélt VÍK uppi þeirri hefð sem verið hefur á Klaustri og hélt 6 tíma “bikar” þolaksturkeppni á svæði sínu við Bolöldu á Jónsmessu í júní sem ég tel mikið afrek og til sóma fyrir sportið okkar og vill ég sérstaklega þakka VÍK fyrir vel unnið starf í þágu sportsins.
Starfsárið einkenndist af mikilli grósku eins og áður segir og hafa keppendur sjaldan verið fleiri en nú og var starf sumarins til mikils sóma fyrir sambandið og aðildarfélög þess þó svo að alltaf megi betur gera.
MSÍ sendi sem og á síðasta ári landslið í Moto-Cross til keppni á Moto Cross of Nation sem fór fram í Bretlandi þar sem sömu keppendur voru valdir til þáttöku líkt og á fyrra ári. MSÍ lagði landsliðinu til fararstyrk.
Starf stjórnar MSÍ og nefnda á vegum þess hefur á árinu einkennst af annríki á flestum vígstöðvum.
Með öðrum orðum þá hefur starf stjórnar og nefnda meira og minna farið fram með fundarhöldum á tölvupóstum og símafundum þar sem annríki alls staðar hefur ekki gert okkur kleift að funda með
reglulegum hætti. Einnig hafa einstaklingar sem tóku að sér stjórnar og nefndar störf fyrir sambandið frá síðasta sambandsþingi ekki fylgt eftir þeim embættisskyldum sem þeir tóku sér á hendur eða voru kosnir til. Þar af leiðandi hefur starf stjórnar og nefnda MSÍ fallið á hendur fárra manna með miklu auknu álagi sem aftur hefur dregið úr mætti þeirra sem eftir sitja.
Það sem við höfum helst verið að glíma við þetta starfsárið er að í byrjun starfsársins vorum við með nýjan starfshóp sem kom að tímatökum og búnaði MSÍ og það er verkefni hefur ekki reynst auðvelt að skipta inn bæði svo mörgum og óreyndum mönnum á svo stuttum tíma, þess vegna hafa verið misbrestir á réttum niðurstöðum á “my laps” á þessu tímabili.
Úrbætur eru í undirbúningi til að laga þessa hluti fyrir næsta ár, sem felast í námskeiða haldi í keppnisstjórn og meðferð tímatökubúnaðar ásamt úrvinnslu gagna eftir keppnishalds í Íslandsmótaröðum MSÍ.
Framundan er keppnistímabil sambandsins okkar 2009 og er það stefna stjórnar MSÍ að halda í horfinu því starfi sem þegar hefur verið unnið, það er að segja að okkar stefna er að við höldum fjölda einstaklinga sem stunda okkar frábæra sport á næsta ári og til framtíðar með fjölgun til framtíðar þegar birtir til í nánustu framtíð.
Á okkar fyrsta sambandsþingi síðastliðinn mars þá óskaði núverandi formaður eftir því að stíga úr starfi formanns, en samkvæmt samþykktum þingsins þá var ákveðið að formaður mundi sitja fram að aukaþingi haustið 2008 og þar mundi stjórn MSÍ skipta með sér verkum og núvernandi formaður mundi stíga til hliðar og sinna stjórnarstörfum fram að næsta aðalþingi og stjórn myndi koma sér
saman um sitjandi formann fram að næsta sambandsþingi haustið 2009.
Við starfinu mun taka stjórnarmaður MSÍ frá stofnun sambandssins Karl Gunnlaugsson, og styður fráfarandi formaður nýjan formann til starfans og mun styðja hann í starfi stjórnar af heilum hug út kjörtímabilið.
Reykjavík. 31.10.2008
Stjórn MSÍ

