4. umferð Íslandsmóts MSÍ í Moto-Cross fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall, Akureyri laugardaginn 7. ágúst. Mjög góð skráning er í flesta flokka fyrir mótið og metþátttaka í B flokk og Unglingaflokk. Búast má við hörkuspennandi keppni enda brautin á Akureyri bæði krefjandi og skemmtileg.
Brautarnefnd KKA hefur unnið að talsverðum úrbætum á svæðinu í sumar og hefur brautin verið lengd og svæðið umhverfis brautina lagað.

