15 mars 2008 verður haldið fyrsta Landsþing MSÍ. Öll aðildarfélög MSÍ eiga rétt á að sækja þingið með fulltrúafjölda í samræmi við lög MSÍ (sjá lög undir greinar). MSÍ kvetur öll aðildarfélögin til að kynna sér rétt sinn á fulltrúafjölda og undirbúa komu síns aðildarfélags til þingsins.
Nú hefur sportið okkar vaxið hratt og markt sem hefur verið unnið og enn meira er eftir og þurfum við nú að vanda til verka á þinginu og finna okkur virka fulltrúa til starfa í allar nefndir og stjórn, það þarf að manna margar nefndarstöður og einhverjar stöður í stjórn þ.a.m. formann. Einig liggja fyrir laganefnd ÍSÍ nokkrar tillögur að lagabreytingum á lögum sambandsins sem að lúta að aðlögun laga að eðli starfsemi MSÍ. Frá stofnlögum sambandssins sem eru stöðluð lög ÍSÍ, seinna fundarboð verður sent skriflega á öll aðildarfélögin að minnsta kosti 2 vikum fyrir þingið ásamt gögnum um þær lagabreytingar og fl munu fylgja boðsbréfinu.
kv Guðmundur Hannesson
Formaður MSÍ

