Fundarboð til aðalþings MSÍ og formannafundar 9. nóv. 2013

15.10.2013

Kæru formenn,
Hér með er boðað til formannafundar aðildarfélaga MSÍ
og Þings Mótorhjóla og Snjósleðaíþróttasambands Íslands MSÍ
sem haldið verður laugardaginn 9. nóvember 2013 í fundarsal
á annari hæð í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík.
Formannafundur hefst kl: 10:30 – 12:30
Matarhlé frá kl: 12:30 – 13:30
MSÍ þing hefst kl: 13:30
Dagskrá þingsins verður haldin samkvæmt lögum MSÍ.
Stjórn MSÍ vill minna aðildarfélögin á mikilvægi þess að mæta
á þingið og taka virkan þátt í stefnumótun sambandsins.
Formenn aðildarfélaga eru beðnir að skila inn kjörbréfum
sinna aðildarfélaga samkvæmt lögum MSÍ.

Fundarboð, dagskrá formannafundar og kjörbréf er að finna undir tilkynningar.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku til
Karls Gunnlaugssonar formanns MSÍ á kg@ktm.is