Fundargerð formannafundar MSÍ 1. nóvember 2008

6.11.2008

Formannafundur Mótorhjóla og snjósleðasambands Íslands

Haldinn 3. nóvember 2008 í sal E, í húsakynnum ÍSÍ,Engjavegi 6

Fundarmenn

13 mættir fyrir 9 félög:

Guðni S. Þrastarson                VÍR

Ásgrímur Pálsson                   VÍR         

Þröstur Ásgrímsson                VS

Sigurður Oddfreysson             VÞÞ                  ziggi68@visir.is

Márus L. Hjartarson                VÍFA                  marus@vifa.is

Kristján Mathiesen                  AÍH                   k@kasma.is

Atli  Már Jóhannsson              RR-AÍH               atli@xodus.is

Karl Bragason                         RR-AÍH              GIX1070@ruddar.com

Sigurjón Snær Jónsson            Hreppakappar   hreppakappar@gmail.com

Guðni Friðgeirsson                 Motomos

Elías Pétursson                       Motomos

Þorsteinn Hjaltason                KKA

Hrafnkell Sigtryggsson            VÍK

Fundur settur kl. 10.05

1. Fundarritari og fundarstjóri skipaðir:

Guðmundur Hannesson bauð fundarmenn velkomna og tilnefndi Hrafnkel Sigtryggsson sem fundarritara og Karl Gunnlaugsson sem fundarstjóra. Samþykkt af fundarmönnum.

2: Formaður fer yfir farinn veg frá síðasta aðalþingi.

Skýrsla stjórnar MSÍ kynnt af Guðmundi Hannessyni formanni. Sjá nánar í skýrslu stjórnar.

3: Aðalfundur MSÍ 2009.

Reikningsár MSÍ er 15. nóvember skv. núg. lögum. Stefnt er að því að reikningsárið hefjist 1. nóvember til að gefa meira svigrúm til að halda aðalfund í nóvember ár hvert innan tveggja vikna eftir að reikningsári lýkur.

Reikningar fyrir núlíðandi ár sem ekki er lokið verða kynntir, óendurskoðaðir. Tillaga um að fundinum verði ekki lokað fyrr en reikningsárinu lýkur og þá verði reikningarnir sendir út og samþykktir af formönnum rafrænt. Uppskeruhátíð og aðalþing verður haldið 14. nóvember 2009.

4: Dagskrá 2009 og gjaldskrá

Karl Gunnlaugsson kynnti tillögu MSÍ að keppnisdagatali 2009.

Helstu atriði:

Fyrsta endurokeppni mögulega haldin af VÍK í Bolaöldu en óstaðfest ef annað félag býður sig fram.

KKA heldur fyrstu Mx keppni sumarsins 31. maí í stað verslunarmannahelgarinnar.

Sauðárkrókskeppni fellur niður þar sem félagið óskar eftir að sleppa við keppnishaldið.

Keppni 25. júlí í Álfsnesi, mögulegt að færa hana til 4. júlí ef annað félag óskar eftir að halda keppni á þessum degi.

8. ágúst keppni í Sólbrekku á vegum VÍR.

5. september, lokakeppni í enduro óstaðsett en Motomos er að kanna möguleika á að sjá um keppnina.

MXoN 4. október í Norður-Ítalíu og stefnt að því að senda lið þangað.

Six days Enduro, 11.-17. október, skoðað verður hvort hægt verði að senda lið til keppni.

Árshátíð sett 14. nóvember á vegum MSÍ

Reglum um ráshlið í öllum keppnum 2009 verður mögulega hliðrað m.t.t. efnahagsástandsins ef það kann að liðka fyrir minni félögunum varðandi keppnishaldið.

Fyrirspurn frá VÍR varðandi aukakeppni hvort hægt væri að sleppa við bikarkeppni ef akstursstefnu í brautinni er breytt. KG svaraði að ekki væri ráðlegt að sleppa bikarkeppni en hugsanlega myndi nægja að halda æfingu með lágmarksfjölda þátttakenda 25-30 manns keyra í brautina í einu.

Fyrirspurn frá Umf. Þór Þorlákshöfn varðandi að bæta við keppni í Þorlákshöfn. KG svaraði að bikarmót væri minnsta mál en brautin þyrfti að uppfylla tilskilin skilyrði til að vera samþykkt í keppni. Mögulega væri hægt að koma endurokeppni fyrir í vor á nýju endurosvæði í Þorlákshöfn. VÍK er tilbúið til samstarfs við Þór varðandi fyrstu endurokeppni ársins í Þorlákshöfn.

Tillaga að keppnisdagatali samþykkt einróma.

Tillaga að um verðskrá 2009

Lækkað gjald fyrir 85 og stúlknaflokk úr 5.000 í 3.000 kr. og tímatökusendar verði ókeypis á fyrsta keppnisári.

Unglinga, kvenna og B flokkur 5.000 áfram

MX1 og MX2 úr 6.000 í 7.000

Enduro, Baldursdeild og tvímenningur óbreytt 6.000 áfram en meistaraflokkur 7.000 kr.

Sno Cross – 5.000 kr. áfram

Euro skírteini – 6.000 kr.

FIM skírteini –

Guðni, VÍR spyr hvort þörf sé á hækkun og hvort ekki sé þörf á að halda verði niðri.

Þröstur, VS spurði hvort hægt væri að hafa keppnisstjóra í launuðu starfi. KG svaraði því að staða sambandsins væri góð og svigrúm væri til að greiða keppnisstjóra laun.

Hákon, vefstjóri motocross.is taldi hækkun á gjaldi væri fráhrindandi fyrir keppendur.

KG bar upp tillögu um að verðskrá væri óbreytt að öðru leiti en það að gjald fyrir 85 flokk og stúlkna flokk verði lækkað og tímatökusendir væri ókeypis. Samþykkt einróma.

5: Hlé

7. Umhverfisnefnd MSÍ heldur framsögu.

Dagskrá breytt og 7. liður settur á strax eftir hlé.

Gunnar Bjarnason,fór fyrir nefndinni og kynnti starf hennar. Jakob Þór Guðbjartsson og Ásgeir Örn Rúnarsson tóku einnig til máls.

Nefndin var stofnuð 2004, mest af starfinu fer fram í kyrrþey, eða innan hópsins með áróðri fyrir bættri umgengni hjólamanna um landið. Gott samstarf við umhverfisnefnd 4×4, sem hefur aðstoðað nefndina mikið.

Vík hefur stutt nefndina til að sækja ráðstefnu NOHVVC í Bandaríkjunum tvisvar undanfarin ár. Mikil þekking og framtíðarsýn á skipulagsmál þaðan. Nýst vel í viðræðum við sveitarfélög og aðra ráðamenn.

Áherslan hefur verið mest verið á umhverfismál utan keppnis og æfingasvæða. Hljóðmælingar hafa hins vegar náð til keppnissvæðanna.

Ölfus hefur tekið vel á móti nefndinni sem skilaði inn tillögum að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins svo gert væri ráð fyrir umferð vélhjóla á slóðum og stígum.

Fundað með Grindavíkurbæ, Hafnarfjarðarbæ, Umhverfisráðherra, Umferðarstofu, stjórn Reykjanesfólkvang, Umhverfisstofnun, tæknimönnum og skipulagsstjórum sveitarfélaganna ofl.

Greinaskrif, samskipti við blaðamenn m.a. í gær varðandi utanvegaakstur Morgunblaðsins ofl.

Nýlega hefur komið upp umræða um umferð snjósleða á auðri jörð sem þarf að vekja athygli á og koma í veg fyrir.

Hljóð er stórt mál sem getur haft áhrif á framtíð hjólasportsins. Skv. FIM og AMA er þetta einn stærsti vandinn sem sportið stendur frammi fyrir. Reglum um hávaða í keppnum hefur ekki verið framfylgt 98 dB og það þarf að breytast og innleiða í keppnishaldið. Setja þarf reglur og fylgja þeim eftir. Árekstrar eiga eftir að aukast og með þeim mun þrengja að okkur um svæði og umferð hjólanna.

Markið hér er 98 dB, en 94 í Evrópu (96 dB fyrir tvígengishjól)

Talsverð umræða um framkvæmd mælinga og eftirfylgni í keppnishaldinu.

Framkvæmdin er útfærsluatriði fyrir næsta keppnistímabil. Settar verða reglur og haldið námskeið í hljóðmælingum fyrir starfsmenn keppna og keppendur.

Umræða um keppnishjól (motocrosshjól) sem notuð eru til slóðaaksturs. Er ástæða til að hvetja menn til að vera með keppnisnúmer og skráningarnúmer á hjólunum?

Tvö mál brenna á starfi nefndarinnar:

1. Nefndin talar alltaf fyrir hönd hjólamanna, hafa reyndar ekki talað mikið fyrir hönd sleðamanna enda ekki sleðamenn í nefndinni, ennþá. MSÍ er hins vegar sérsamband í ÍSÍ og þar inn komast félög einungis í gegnum héraðssambönd innan ÍSÍ. Spurning hvort vilji sé hjá MSÍ að útvíkka hlutverk sambandsins þannig að aðrir klúbbar geti starfað innan sambandsins án þess að vera með keppnishald að markmiði? Þannig gæti nefndin fullyrt það með vissu að vera að tala fyrir hönd allra hjólamanna hvort sem þeir hjóla innan eða utan æfingasvæðin.

KG svaraði að lög félagsins geri ráð fyrir starfi umhverfisnefndarinnar. Ekki sé heimild skv. lögum að taka inn önnur félög en sjálfsagt að skoða breytingar á lögunum til að gera þetta kleift. Starf nefndarinnar samræmist jafnframt stefnu FIM um umhverfismál.

GH benti á að almenningsíþróttir s.s. slóðaakstur falli mjög vel undir skilgreiningu á starfi ÍSÍ og engin spurning að keyra starf nefndarinnar áfram undir hatti MSÍ.

2. Nefndin hefur starfað óbreytt frá 2004 og lítil nýliðun verið í starfinu utan tveggja nýrra meðlima. Ákveðin þreyta er komin í nefndarmenn og hætt við að starfið líði fyrir það nema nýtt blóð komi til fljótlega.

6. Keppnisreglur MX, Enduro, Dómstóll ofl.

Reglur um MX og Enduro verða endurskoðaðar og birtar í vetur. Öryggisreglur verða sömuleiðis endurskoðaðar og gerðar skýrari.

Reglur um erlenda ríkisborgara settar fram, farið yfir af KG.

Engar aths. komu fram.

Reglur MSÍ um keppnisstjórn settar fram, farið yfir af KG.

Engar aths. komu fram.

Reglur um samþykkta þjálfara, farið yfir KG.

Engar aths. komu fram

Drög að reglum um dómstól MSÍ, farið yfir af KG

Þarfnast nánari skilgreiningar en á góðri leið

Reglur um þátttöku í “MX of Nations”, farið yfir af KG

Hákon kom fram með athugasemdir um reglurnar sem þarf að skoða varðandi val 3ja manns inn í liðið og vill hafa t.d. val liðsstjóra frekar en fasta reglu um 3ja mann. Getur stangast á við t.d. æfingar og keppni einhverra keppenda erlendis næsta sumars. Einfaldar og skýrar reglur koma hins vegar í veg fyrir deilur og skítkast um val á 3ja keppanda í liðið. Samþykkt af 5 formönnum á móti 4.

8. Önnur mál.

Hákon Orri Stefánsson, vefstjóri kynnti nýja hugmynd um vefstjórnarkerfi fyrir motocross.is og útvíkkun á vefnum til að bjóða öðrum félögum að taka þátt í vefnum. Enduro.is og supermoto.is ætla að ganga til samstarfs við vefinn og samtengja vefsvæðin. Hugmyndin er ekki ólík golf.is þar sem umfjöllun um sportið er aðalatriðið og klúbbarnir tengjast vefnum. VÍK mun um leið draga sig til baka sem eigandi vefsins og áherslan verður lögð á sportið í heild. MSÍ hefur áhuga á tengjast vefnum með sinn vef.

GH benti á að öll umfjöllun sem tilheyrir MSÍ sé og verði eftir sem áður að vera formleg og áreiðanleg.

Ennfremur að ekki sé verið taka afrit af reglum af msisport.is heldur setji linka á reglurnar á msisport.is.

Umræða um númerakerfið – “sem suckar feitt” að mati Hákons. Baldursdeild og B-flokkur þurfa að skipta um númer á hverju ári í núverandi kerfi. Keppnisgreinarnar undir MSÍ eru orðnar mjög margar og erfitt að keyra eitt kerfi á allar greinar. Sem stendur á kerfið einungis við MX og enduro Íslandsmótin.

Mögulega þarf að endurskoða umsóknarferlið um númer og skiptareglur númera og hvort setja eigi sérstakt númerakerfi fyrir hvern keppnisflokk.

Útfærsluatriði hvernig þessu verður breytt á höndum stjórnar MSÍ.

Skráning í keppnir: Skráningu lýkur kl. 23.59 á þriðjudegi fyrir keppni og ekki verður hægt að taka inn keppendur eftir það. Allar skráningar fari fram í gegnum kerfi MSÍ og hvergi annars staðar og sama regla gildir um alla keppendur.

Fyrirspurn frá AÍH, götuhjóladeild um hvort hægt sé að koma götuhjóladeildinni betur af stað innan MSÍ. Fulltrúi götuhjóla í stjórn MSÍ er óvirkur. GH benti á að götuhjóladeildarstarf liggi alveg niðri. Þeir sem vilja breyta því verða að koma athugasemdum á framfæri og koma að nefndarstarfinu til að breyta því. Allir nýir nefndarmenn eru boðnir velkomnir til starfans þó formleg skipun nefndar fari aðeins fram á aðalþingi MSÍ.

Eftirfarandi bjóða sig fram í Götuhjólanefndina

Atli  Már Jóhannsson         RR-AÍH                 atli@xodus.is                         698 6604

Karl Bragason                    RR-AÍH                GIX1070@ruddar.com            896 3806

9. Formaður slítur fundi.

Fundi slitið af fundarstjóra kl. 13.25

Aukaþing MSÍ sett 13.26 og frestað jafnharðan þar sem reikningsári er ekki lokið og endanlegir reikningar liggja ekki fyrir. Þingi slitið síðar.