Ágæta hjólafólk, um næstu helgi fer fram fyrsta umferð í GFH Íslandsmótinu í enduro og er skráningarfrestur til miðnættis þriðjudaginn 10. maí. Ekki missa af þessu tækifæri að keyra eitt skemmtilegasta endurosvæði landsins. Skráning er hér
Keppnin er haldin af Vélhjólaíþróttaklúbbnum á hinu stórskemmtilega svæði við Hellu. Keppnin fer fram þar í 3ja skiptið og hafa undanfarnar keppnir tekist gríðarlega vel. Á svæðinu eru allar útgáfur af þrautum, sandur, mold, gras, brekkur, gil, klettar og allt þar á milli. Brautin verður lögð í anda fyrri ára þar sem nokkrar virkilega erfiðar þrautir verða hluti af brautinni en þó þannig að þeir sem vilja geta valið að fara léttari en lengri hjáleiðir. Veðurspáin lofar björtu veðri og gefur séns á tveggja stafa hitatölum. Skráningu lýkur kl. 23:59 annað kvöld – láttu sjá þig 🙂

