Hamingjumót í mótorkrossi verður haldið næstkomandi föstudag kl.18:00. Í Skeljavíkurbraut. Mótið er haldið í tilefni af Hamingjudögum á Hólmavík sem er bæjarhátið Hólmvíkinga. Keppt verður í flestum flokkum eða eftir þátttöku og þáttökugjald er 4.000 kr. Hægt að skrá sig á netfangið thorsteinn@holm.is eða í síma 695-6490(Ásgeir).
Lýsing á brautinni
Skeljavíkurbraut er 1450m löng og um 8m breið. Hún er frekar mjúk í akstri, mold og sandur. Hún er innan við 1km frá Hólmavík.

