MSÍ mun framkvæma hljóðprufanir á hjólum sem keppa á Íslandsmótinu í Motocrossi sem fram fer í Motomos 24. ágúst nk. MSÍ notast við svokallaða “2 meter Max rev” mælingu sem er viðurkennd mæling og töluvert einfaldari mæling en hin gamla hefðbundna þar sem hjól voru sett í ákveðinn snúning. Hámarkiðá þessari mælingu er 115db +/- 2 db.
Hávaðamengun er sú mengun sem við erum mest að berjast við í þessu sporti um allan heim,og Motomos menn hafa fengið töluverðar kvartanir t.d. yfir hávaða frá brautinni núna í sumar. Fyrr í sumar voru 8 hjól mæld á Akranesi og það má með sanni segja að sú mæling hafi gefið okkur enn frekari ástæður til að kanna þessi mál reglulega hjá okkur. Þeim keppendum sem voru með hjól sem voru á eða ofan við hámarkshljóð (Offlimit eða On limit) á Akranesi var gerðgrein fyrir því að ef hjólin þeirra myndu aftur verða mæld á eða ofan við hámarkshljóð(Off limit eða On limit) í sumar þá þýddi það brottvísun úr keppni.
Hér eru niðurstöður mælinganna sem voru framkvæmdar á Akranesi:
Hjólnúmer Mæling
213 111 db Ok
108 121 dbOff Limit
132 113,7 db Ok
46 117 db On Limit
83 118,7 db Off Limit
37 118,2 db Off Limit
994 112,1db Ok
449 116,6 db Ok
Keppendur á þessum lista og sem mældust með of hávaðasöm hjól þurfa því að gera ráðstafanir fyrir keppnina um helgina til að hjól þeirri standist skoðun. Eins og fyrr sagði getur mikill hávaði frá brautum valdið okkur vandræðum í rekstrinum og leitt til takmarkana á opnunartíma eða jafnvel lokana. Auk þess er hávaði frá hjólum lýjandi og heilsuspillandi jafnt fyrir keppendur, starfsmenn og áhorfendur. Við hvetjum því alla hjólara, keppendur og aðra til að fjárfesta í hljóðkútsull og ganga úr skugga um að hjólin séu sem allra hljóðlátust.

