ICECROSS mótaröð á Mývatni í vetur

3.1.2008


Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar (AMS) og Sel Hótel Mývatn kynna til sögunnar þriggja umferða ísaksturs -mótaraðar í vetur. Vel verður staðið að framkvæmdinni og það verða vegleg verðlaun í boði. Það er stefnt að því að keppa líka í ísspyrnu á vélsleðum þessar helgar. Skráning verður í gegnum félagakerfið á www.msisport.is og notast verður við tímatökusendana eins og í motocrossinu. Við sendum nánari dagskrá um leið og hún liggur fyrir. Ákveðið hefur verið að stilla þátttökugjaldinu í hóf og verður það kr 3000.

Skráning verður opnuð um leið og breytingum sem verið er að gera á kerfinu líkur (verður auglýst hér á vefnum).

Hér er hægt að nálgast auglýsingu keppninar og hér er hægt að lesa uppfærðar keppnisreglur fyrir ísakstur.