Ískross á Mývatni 15.03. fellt niður.

12.3.2014
Íscrossi á Mývatni sem vera átti laugardaginn 15.03. 2014 er aflýst vegna ónógrar þáttöku. Stjórn MSÍ í samráði við AM (Akstursíþróttafélag Mývatns) hefur tekið þá ákvöðun að aflýsa Íslandsmótinu í Íscross. Aðeins 8 keppendur eru skráðir til leiks og eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við Karl Gunnlaugsson formann MSÍ varðandi endurgreiðslu á keppnisgjöldum. Senda nafn og keppnisnúmer ásamt bankaupplýsingum á kg@ktm.is.
Stjórn MSÍ lýsir yfir áhyggjum yfir lítilli þáttöku í mótaröðum sambandsins. Enduro keppnishaldið var í sögulegu lágmarki árið 2013 og Ískrossið var það einnig. Skráning í Ískrossið 2014 er einnig sögulegt lágmark.
Aðildarfélög, félagsmenn, keppendur, foreldrar og aðrir aðstandendur verða að leggjast á eitt við að snúa þessari þróun við þannig að við getum staðið fyrir keppnishaldi eins og verið hefur.
Stjórn MSÍ.
12.03. 2014