Ísland (MSÍ) með formennsku í NMC norðurlandaráðinu.

3.10.2011
MSÍ hefur tekið við formennsku í norðurlandaráðinu NMC (Nordic Motosport Council) fyrir næsta ár.
Innan NMC eru öll sérsambönd norðurlandanna, SML Finnlandi, Svemo Svíþjóð, NMF Noregi og DMU Danmörk.
Árlegur norðurlandafundur NMC fór fram laugardaginn 1. október í Helsinki og tók Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ þar við formennskunni f.h. MSÍ.
Norðurlandafundur NMC mun verða haldinn í Reykjavík 6. október 2012 og má reikna með um 100 manns á þann fund.