Nú styttist óðum í að Íslandsmótið í Enduro hefjist en ekki eru ennþá staðfest keppnissvæði fyrir 1. og 2. umferð sem fer fram 16. maí. Keppnin er skráð í Bolöldu en óvíst er að svæðið verði klárt á þeim tíma. Það hefur verið rætt að færa keppnina til Þorlákshafnar en það er ekki enn staðfest. 3. og 4. umferð fer fram á Akureyri 13. júní og er það staðfest. 5. og 6. umferðin er 5. september og er staðsetning óstaðfest.
Ef það eru einhverjir sem hafa áhuga og eða þekkja til hjá landeigendum þar sem gaman væri að halda Enduro mót væri gott að heyra frá þeim sem fyrst, vinsamlega sendið póst á kg@ktm.is
f.h. stjórnar MSÍ
Karl Gunnlaugsson

