Íslandsmótið í Ís-Cross á Mývatni.

12.1.2009

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram á Mývatni laugardaginn 17. janúar. ATH. að skráningu líkur um miðnætti þriðjudaginn 13. janúar. ekki er seinni skráningarfrestur og það er ekki hægt að skrá sig á staðnum. Keppendum er bent á að skrá sig tímanlega þar sem ekki er tekið við neinum skráningum eftir að skráningu er lokið. 85cc flokkur verður keyrður með Íslandsmótinu og hefur verið opnað fyrir skráningu í hann. 85cc flokkur verður keyrður með Kvennaflokknum.

Keppendur ATH!!! vinsamlega skráið ykkur inn á “mín síða” og fyllið út hjólategund og aðrar upplýsingar, það er mjög mikilvægt að allar upplýsingar séu réttar og samviskusamlega útfylltar. Þeir keppendur sem hafa þegar skráð sig og eru ekki með þetta í lagi geta farið inn aftur og uppfært “mín síða” bara að muna að “vista” á eftir.

Aðstæður á Mývatni eru frábærar, góður ís og veðurspá vikunnar hagstæð.

kv. Stjórn MSÍ