Jónas og Signý tilnefnd af MSÍ til "Íþróttamanns ársins"

11.12.2008

Kjör íþróttafréttamanna um “Íþróttamann ársins 2008” fer fram á Grand Hótel föstudaginn 2. janúar 2009. Jónas og Signý Stefánsbörn frá Mývatni eru tilnefnd af MSÍ og verða okkar fulltrúar í valinu.

Íþróttamaður ársins 2008, Jónas Stefánsson, Akstursíþróttafélag
Mývatnssveitar.
Jónas Stefánsson varð Íslandsmeistari í meistaraflokki á vélsleðum í
Sno-Cross ásamt því að ná góðum árangri á véhjóli í Moto-Cross, Enduro
þolakstri og Ís-cross.
Einnig keppti Jónas fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Sno-Cross í
mars sem fram fór í Svíþjóð.
Jónas stundaði æfingar í Svíþjóð til undirbúnings fyrir keppnistímabilið
2008.

Íþróttakona ársins 2008, Signý Stefánsdóttir, Akstursíþróttafélag
Mývatnssveitar.
Signý Stefánsdóttir varð Íslandsmeistari í kvennaflokki á vélhjóli í
Moto-Cross og einnig í kvennaflokki í Ís-Cross.
Signý var við æfingar í Bretlandi síðastliðinn vetur og hefur verið við
æfingar og keppni í Bandaríkjunum eftir að
Íslandsmótaröðinni lauk í haust.
Signý er á sautjándi ári og á góða möguleika að ná langt á alþjóðlegum
vettfangi í framtíðinni.

Stjórn MSÍ