2. janúar fór fram kjör íþróttamann ársins hjá íþróttafréttamönnum á Grand Hotel í Reykjavík. Veislan hófst kl. 18 og fyrst voru veittar viðurkenningar tilnefndum íþróttamönnum og konum sérsambanda ÍSÍ. kl. 19 var gestum boðið uppá glæsilegt kínverskt hlaðborð og kl. 19:35 hófst svo bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins 2008 sem Ólafur Stefánsson handboltakappi hlaut fyrir frábæra frammistöðu sína árið 2008. MSÍ óskar Ólafi til hamingju með verðskuldaðan titil.
Jónas og Signý voru glæsilegir fulltrúar okkar á þessari hátíð en þau mættu ásamt foreldrum sínum og Karli Gunnlaugssyni formanni MSÍ.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt ræðu og þakkaði ÍSÍ og aðildarfélögum fyrir mikið og gott starf að þágu íþróttamála en einnig voru menntamálaráðherra og samgöngumálaráðherra á staðnum ásamt Patrick Hickey, forseta Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) og meðlimur í Alþjóða Ólympíunefndinni (IOC). Einnig var forseti ÍSÍ ásamt stjórn og framkvæmdastjóra á staðnum.

