Karl Gunnlaugsson nýr formaður MSÍ

6.11.2008

Á formannafundi og aukaþingi MSÍ sem fram fór 1. nóvember varð verkaskipting innan stjórnar MSÍ tilkynnt. Guðmundur Hannesson sem verið hefur formaður MSÍ frá inngöngu sambandsins í ÍSÍ 24. nóvember 2006 hefur tekið sæti sem stjórnarmaður og Karl Gunnlaugsson hefur tekið sæti sem formaður MSÍ.

Á síðasta aðalþingi sambandsins óskaði Guðmundur að víkja sem formaður en tók þó áskorun um að sitja fram að aukaþingi sem fram fór 1. nóvember, Guðmundur hefur unnið ómetanlegt starf í þágu sambandsins síðast liðin ár og kann stjórn MSÍ honum þakkir fyrir. Guðmundur mun áfram sitja í stjórn MSÍ en Karl Gunnlaugsson mun sitja sem formaður stjórnar. Allar nánari upplýsingar um stjórn og nefndir er að finna hér á síðunni.

Næsta aðalþing MSÍ fer fram 14. nóvember 2009